Karlmaður fannst látinn fyrir framan sjónvarpið sitt á heimili sínu í Hampton Bays í New York ríki í Bandaríkjunum fyrir skömmu, þar hafði maðurinn setið látinn í stól í rúmt ár og enn var kveikt á sjónvarpinu. Þá segja lögregluyfirvöld að lík mannsins sem hét Vincenzo Ricardo og var sjötugur hafi verið afar vel varðveitt þar sem mjög þurrt var í húsinu.
,,Andlit hans var enn greinanlegt, og hann hafði hár á höfðinu” sagði Jeff Bacchus, aðstoðarmaður í líkhúsinu þar sem Ricardo var krufinn.
Eiginkona Ricardo lést fyrir einhverjum árum og bjó hann einn, nágrannar höfðu ekki heyrt til hans í rúmt ár en gengu út frá því að hann væri á hjúkrunarheimili. Hann fannst hins vegar eftir að lögregla kom á vettvang vegna tilkynningar um sprungið rör í húsinu.