Ísraelski forsætisráðherrann Ehud Olmert sagði í dag Ísraela og Bandaríkjamenn sammála um að hundsa palestínsku ríkisstjórnina ef hún fer ekki að þeim þremur skilyrðum sem alþjóðasamfélagið hefur sett. Þ.e. að viðurkenna Ísrael, fordæma ofbeldi og standa við samninga sem Ísraelar og Palestínumenn hafa gert.
Olmert sagði við upphaf ríkisstjórnarfundar í morgun að hann hefði rætt við George W. Bush Bandaríkjaforseta í síma á föstudag um samstarfsstjórn Hamas og Fatah, en stefna stjórnarinnar þykir óskýr og er ekki hægt að sjá að gengið hafi verið að skilyrðunum þremur sem hinn svokallaði kvartett hefur sett, þ.e. Bandaríkjamenn, ESB, SÞ og Rússland.