Yfirmaður ísraelsku lögreglunnar segir af sér

Moshe Karadi, yfirmaður ísraelsku lögreglunnar sagði í dag af sér í kjölfar þess að nefnd skipuð af stjórnvöldum mælti með uppsögn hans vegna hneykslismál sem tengist tengslum hans við glæpahringi. Karadi tilkynnti um ákvörðun sína á blaðamannafundi í höfuðstöðvum lögreglunnar í Jerúsalem, en sagði að stjórnvöldvöld myndu ákveða hvenær hann léti af störfum.

Í áliti nefndarinnar er Karadi ásamt öðrum hátt settum mönnum innan lögreglunnar gagnrýndur harðlega fyrir meðferð sína á morðmáli og öðrum glæpum sem tengjast vel þekktri ísraelskri fjölskyldu sem tengist skipulögðum glæpum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert