Dick Cheney, varaforseti Bandaríkjanna, heldur í dag í ferð til Japan og Ástralíu til viðræðna við þarlenda ráðamenn um hlutverk þeirra í hernaðinum í Írak og Afganistan og ástandið í norðaustanverðri Asíu í kjölfar áfangasamnings sexveldanna við Norður-Kóreu og tilraunaskots Kínverja úti í geimnum.
Er Cheney sagður ætla að þakka Japönum og Áströlum stuðning þeirra í Írak og Afganistan og hvetja þá til að auka herstyrk sinn þar. „Við munum ræða á hvaða stöðum við þurfum að gera meira og hvað meira við og aðrir getrum lagt að mörkum á báðum þessum átakasvæðum,” sagði ónefndur fylgdamaður Cheneys. Þá sagði hann varaforsetann ætla að freista þess að draga úr áhyggjum japanskra ráðamanna af því að Bandaríkjamenn séu að gefa of mikið eftir í deilunni við Norður-Kóreumenn.