Danskir hermenn sækjast í auknu mæli eftir sálfræðiaðstoð

Danskir hermenn að störfum í Qurna, um 90 kílómetrum norður …
Danskir hermenn að störfum í Qurna, um 90 kílómetrum norður af Basra. AP

Danskir hermenn sem gegnt hafa herþjónustu erlendis sækjast í auknu mæli eftir sálfræðiaðstoð hjá sérfræðingum og símaþjónustum sjálfboðaliða. Um er að ræða hermenn sem gegnt hafa herþjónustu í Írak og Afganistan og á Balkanskaganum. Dagblaðið Berlingske Tidende segir frá þessu í dag.

Hjá dönsku vinalínunni þar sem sjálboðaliðar taka við símtölum hefur slíkum símtölum fjölgað um helming á skömmum tíma.

Varnamálaráðherrann Søren Gade hefur lofað því að sálfræðihjálp muni standa öllum hermönnum sem verið hafa erlendis nú og áður. Hefur undanfarnar vikur verið unnið að því að safna saman heimilisföngum þeirra rúmlega 20.000 hermanna sem starfað hafa erlendis frá árinu 1992.

Munu þeir fyrstu 5.000 fá bréf í næstu viku um að þeim standi til boða sálfræðimeðferð, en meðal þeirra sem þá fá bréf eru fyrrverandi hermenn sem þjónuðu á Balkanskaganum á tíunda áratugnum, en talið er að margir hermenn glími enn við sálfræðivandamál 15 árum eftir að herþjónustu þeirra þar lauk.

Vibeke Schmidt, sem er í forsvari fyrir hóp sálfræðinga, sem ætlað er að aðstoða hermennina, segist reikna með að um 250 hermenn sækist eftir aðstoð, en útilokar ekki að mun fleiri svari bréfunum.

„Í hreinskilni sagt höfum við ekki hugmynd um hve margir munu bregðast við, en mér finnst að þeir sem eru í vafa um hvort andleg líðan sé nógu góð, eða halda að hægt sé að bæta líðan á einhvern hátt með meðferð, eigi að koma og ræða við okkur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert