Varpaði sér og syni sínum á lestarteina

Sænskur ferðamaður beið bana er hann stökk átta metra niður á lestarteina við Ben-Gurion alþjóðaflugvöllinn í Tel Aviv í Ísrael í morgun. Áður hafði maðurinn kastað ungum syni sinum yfir öryggisgirðingu og niður á teinana en hann lifði fallið af. Hreinsitæknir á flugvellinum er talinn hafa bjargað lífi drengsins með því að gera lestarstjóra lestar sem kom aðvífandi vart við sig. Þetta kemur fram á fréttavef Ha’aretz.

Feðgarnir höfðu verið í Ísrael frá 8. febrúar en talið er að þeir hafi misst af flugi sem þeir áttu bókað til Vínarborgar í gær.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert