Fjöldi Japana sem hlotið hafa dauðadóm og bíða aftöku verða innan tíðar eitt hundrað talsins og hafa aldrei verið fleiri. Reiknað er með að Hæstiréttur landsins staðfesti innan tíðar dauðadóm yfir manni sem rændi skartgripaverslun og myrti sex konur sem þar störfuðu árið 2000.
Shinozawa sem er 55 ára hefur tíu daga frest til að fara fram á breytingu á dómnum, eftir það mun dauðadómurinn standa og ólíklegt er talið að honum verði snúið.
Shinozawa sem er 55 ára, rændi verslunina, batt starfsstúlkurnar og kveikti síðan í með þeim afleiðingum að þær létust. Hann hafði 77 milljónir króna upp úr krafsinu.
Á jóladag í fyrra hengdu japönsk yfirvöld fjóra fanga sem höfðu hlotið dauðadóm, þar af tvo menn á áttræðisaldri. Þar með lauk 15 mánaða stöðvun á aftökum í Japan, en það voru engar aftökur á meðan Seiken Sugiura var dómsmálaráðherra því þær stríða gegn Búddatrú hans.
Amnesti International hefur lýst yfir áhyggjum af fjölda dauðadæmdra í Japan. Í fyrra voru 21 dæmdir til dauða þar.