Veiktist af krabbameini eftir að hafa faðmað föður sinn

Bresk kona hef­ur unnið skaðabóta­mál sem hún höfðaði gegn breska varn­ar­málaráðuneyt­inu, en hún hélt því fram að hún hefði fengið krabba­mein með því að hafa faðmað föður sinn, en hann starfaði á slipp sjó­hers­ins þegar hún var ung stúlka.

Debra Brewer, sem er 47 ára göm­ul, krafðist 75.000 punda (rúm­ar 9 millj­ón­ir kr.) í skaðabæt­ur frá breska varn­ar­málaráðuneyt­inu þegar í ljós kom að hún væri kom­in með krabba­mein eft­ir að hafa orðið fyr­ir asbest­meng­un.

Hún hélt því fram að hún hefði aðeins getað kom­ist í snert­ingu við efnið í gegn­um föður sinn, en hann starfaði í slippn­um hjá breska sjó­hern­um í Plymouth, á Suðvest­ur-Englandi, í fimm ár á sjö­unda ára­tugn­um.

Dán­ar­stjóri komst að því að faðir henn­ar, sem lést í ág­úst sl., hafi lát­ist úr lungnakrabba­meini sem rekja megi til asbest­meng­un­ar.

Varn­ar­málaráðuneytið viður­kenndi skaðabóta­skyld­una og samþykkti að greiða Brewer skaðabæt­ur, en ekki ligg­ur fyr­ir að svo stöddu hversu háar þær muni á end­an­um vera.

Brewer fór fyrst að finna fyr­ir önd­un­ar­erfiðleik­um árið 1994 en hún var ekki greind fyrr en í nóv­em­ber í fyrra. Þá hef­ur lækn­ir­inn henn­ar greint henni frá því að hún eigi aðeins nokkra mánuði eft­ir ólifaða, og hef­ur Brewer sagt að skaðabæt­urn­ar muni rata í hend­ur barn­anna henn­ar þriggja.

Þá sagði hún í sam­tali við breska rík­is­sjón­varpið BBC að þegar hún var lítið barn hafi hún oft leikið við föður sinn þegar hann var enn klædd­ur í vinnugall­an­um sem var þakin ryki.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert