Brot á lögum að skilja heimilislausa sjúklinga eftir á götunni

Reuters

Yfirvöld í Kaliforníu-ríki í Bandaríkjunum munu væntanlega kynna nýtt frumvarp til laga í dag sem gerir það brotlegt að skilja heimilislausa sjúklinga sem er verið að útskrifa af sjúkrahúsum eftir á götum úti. Eru lögin svar við ásökunum um að sjúkrahús og löggæslumenn utan Los Angeles skilji sjúklinga og fanga sem eru verið að útskrifa af sjúkrahúsi eða eru að losna úr fangelsum eftir á víðavangi.

Nýjasta dæmið er maður sem er lamaður fyrir neðan mitti sem var skilinn eftir í göturæsi í stað þess að fara með hann í skýli fyrir heimilislausa.

Stjórnvöld í Kaliforníu eru að rannsaka 55 tilvik þar sem heimilislausir hafa verið skildir eftir í göturæsum eftir að hafa annað hvort dvalið á sjúkrahúsi eða í fangelsum. Vandamálið er hins vegar að ekki hefur verið hægt að lögsækja þá sem þetta gera þar sem það er ekki brot á lögum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert