Talabani fagnar brotthvarfi Breta

Breskur hermaður að störfum í Basra í suðurhluta Íraks.
Breskur hermaður að störfum í Basra í suðurhluta Íraks. AP

Hiwa Osman, talsmaður Jalal Talabani forseta Íraks, segir hann fagna þeim tímamótum sem fyrirhugaður brottflutningur breskra hermanna frá suðurhluta landsins marki þar sem hún neyði írösku öryggissveitirnar til að taka ábyrgð á öryggismálum landsins.

Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands tilkynnti í gær að a.m.k. 1.600 breskir hermenn verði kvaddir heim frá Írak á næstu mánuðum og að þeir 5.000 til 5.500 hermenn sem eftir verði muni einbeita sér að landamæraeftirliti. Sagði Blair að ástandið í Basra væri enn erfitt og stundum hættulegt en að fjöldi mannrána og morða hefði þó minnkað mikið. Þá sagði hann mikilvægt að sýna Írökum og öðrum fram á að Bretar ætluðu sér ekki að hafa herlið í landinu lengur en nauðsyn krefði.

Mowaffak al-Rubaie, þjóðaröryggisráðgjafi Íraka, fagnaði einnig ákvörðuninni en sagði að hann hefði viljað sjá enn hraðari og fjölmennari brottflutning.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka