Ahmadinejad segir eftirgjöf einungis auka kröfur óvina Írans

Mahmoud Ahmadinejad Íransforseti við mynd af ajatollah Khomeini í nóvember …
Mahmoud Ahmadinejad Íransforseti við mynd af ajatollah Khomeini í nóvember á síðasta ári. Reuters

Mahmoud Ahmadinejad Íransforseti hét því í morgun að Íranar myndu verja kjarnorkuáætlun sína allt til enda en Alþjóðakjarnorkumálastofnunin greindi frá því í gær að Íranar hefðu ekki orðið við kröfu öryggisráðs sameinuðu þjóðanna um að hætta auðgun úrans innan tilskilinna tímamarka. „Íranska þjóðin er árvökur og mun standavörð um réttindi sín allt til enda," sagði forsetinn í ávarpi sem hann flutti í Gila-héraði í morgun.

„Hin mikilfenglega íranska þjóð stendur uppi í hárinu á kúgurum sínum og mun ekki gefa neitt eftir," sagði hann. „Sýnum við veikleika frammi fyrir óvinum okkar munu kröfur þeirra einungis aukast. Stöndum við hins vegar gegn þeim munu þeir hörfa vegna andstöðu okkar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert