Bandaríkjastjórn mótfallin því að ályktun sem heimilaði Íraksstríðið verði endurskoðuð

Ályktunin frá 2002 gaf Bush mikið svigrúm til aðgerða, m.a. …
Ályktunin frá 2002 gaf Bush mikið svigrúm til aðgerða, m.a. að beita Bandaríkjaher til þess að verja bandaríska hagsmuni. Reuters

Banda­rísk stjórn­völd lýstu í dag yfir and­stöðu sinni við all­ar þær til­raun­ir sem Banda­ríkjaþing muni reyna að gera til þess að end­ur­skoða álykt­un sem Geor­ge W. Bush Banda­ríkja­for­seti fékk samþykkta árið 2002 svo Banda­rík­in gætu gert inn­rás í Írak.

Demó­krat­ar á Banda­ríkjaþingi segj­ast vera að vinna að til­lögu sem varðar að álykt­un­in frá 2002 verði endur­orðuð. Hún verði þrengri, bind­andi og myndi tak­marka hlut­verk hers­ins í land­inu og flýta fyr­ir brott­flutn­ingi banda­rískra her­mann frá Írak.

Álykt­un­in frá 2002, sem var samþykkt á þeim tíma þegar mik­il spenna ríkti í Banda­ríkj­un­um í kjöl­far hryðju­verka­árás­anna þann 11. sept­em­ber árið 2001, gaf Bush mikið svig­rúm til aðgerða, seg­ir á frétta­vef Reu­ters.

Hún heim­ilaði for­set­an­um m.a. að nota Banda­ríkja­her „líkt og hann tel­ur að nauðsyn­legt sé og viðeig­andi svo vernda megi þjóðarör­yggi Banda­ríkj­anna gegn hinni stöðugu vá sem staf­ar af Írak.“

Tony Fratto, talsmaður Hvíta húss­ins, var í dag spurður af blaðamönn­um hvort Bush myndi lýsa yfir and­stöðu sinni við því að álykt­un­in frá 2002 yrði aft­ur­kölluð. Svar hans var skýrt: „Að sjálf­sögðu mynd­um við gera það.“

Hann sagði að það liggi ekki fyr­ir hvort demó­krat­ar muni leggja til­lög­una fram sök­um þess að þeir virðist vera klofn­ir í af­stöðu sinni til Íraksmáls­ins.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert