Bandaríkjastjórn mótfallin því að ályktun sem heimilaði Íraksstríðið verði endurskoðuð

Ályktunin frá 2002 gaf Bush mikið svigrúm til aðgerða, m.a. …
Ályktunin frá 2002 gaf Bush mikið svigrúm til aðgerða, m.a. að beita Bandaríkjaher til þess að verja bandaríska hagsmuni. Reuters

Bandarísk stjórnvöld lýstu í dag yfir andstöðu sinni við allar þær tilraunir sem Bandaríkjaþing muni reyna að gera til þess að endurskoða ályktun sem George W. Bush Bandaríkjaforseti fékk samþykkta árið 2002 svo Bandaríkin gætu gert innrás í Írak.

Demókratar á Bandaríkjaþingi segjast vera að vinna að tillögu sem varðar að ályktunin frá 2002 verði endurorðuð. Hún verði þrengri, bindandi og myndi takmarka hlutverk hersins í landinu og flýta fyrir brottflutningi bandarískra hermann frá Írak.

Ályktunin frá 2002, sem var samþykkt á þeim tíma þegar mikil spenna ríkti í Bandaríkjunum í kjölfar hryðjuverkaárásanna þann 11. september árið 2001, gaf Bush mikið svigrúm til aðgerða, segir á fréttavef Reuters.

Hún heimilaði forsetanum m.a. að nota Bandaríkjaher „líkt og hann telur að nauðsynlegt sé og viðeigandi svo vernda megi þjóðaröryggi Bandaríkjanna gegn hinni stöðugu vá sem stafar af Írak.“

Tony Fratto, talsmaður Hvíta hússins, var í dag spurður af blaðamönnum hvort Bush myndi lýsa yfir andstöðu sinni við því að ályktunin frá 2002 yrði afturkölluð. Svar hans var skýrt: „Að sjálfsögðu myndum við gera það.“

Hann sagði að það liggi ekki fyrir hvort demókratar muni leggja tillöguna fram sökum þess að þeir virðist vera klofnir í afstöðu sinni til Íraksmálsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert