Cheney gagnrýnir hernaðarstefnu Kínverja

Dick Cheney, varaforseti Bandaríkjanna, í Ástralíu, í morgun.
Dick Cheney, varaforseti Bandaríkjanna, í Ástralíu, í morgun. AP

Dick Cheney, varaforseti Bandaríkjanna, hefur lýst yfir áhyggjum af hernaðarstefnu Kínverja sem hann segir í mótsögn við yfirlýsingar þeirra um að þeir vilji eiga sem friðsamlegust samskipti við umheiminn. Cheney, sem staddur er í Ástralíu, lofaði þátt Kínverja í nýju samkomulagi við Norður-Kóreumenn en gagnrýndi hervæðingu þeirra og nýlegt tilraunaskot úti í geimnum. Þetta kemur fram á fréttavef BBC.

„Kínverjar gera sér grein fyrir því að kjarnorkuvædd Norður-Kórea er ógn við þeirra eigið öryggi,” sagði Cheney en bætti því við að framkoma Kínverja í öðrum málum sendi önnur skilaboð en framganga þeirra í kjarnorkumálinu. Sagði hann skot þeirra á veðurgervitungl í síðasta mánuði og hraða hernaðaruppbyggingu þeirra ekki vera jafn uppbyggilega fyrir samvinnu þeirra og annarra þjóða á alþjóðavettvangi. Þá tók hann undir það að rétt væri að hafa ákveðnar efasemdir um að Norður-Kóreumenn myndu standa við hinn nýgerða samning en sagði Bandaríkjastjórn meðvitaða umhættuna á því og vita hvað hún væri að gera.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka