Ferðamaður hálsbraut þjóf á Costa Rica

Hópur bandarískra ferðamanna gekk af ræningja dauðum á Costa Rica í fyrradag. Sá ætlaði að ræna fólkið og beindi að því skammbyssu. Ránið gekk ekki betur en svo að einn úr hópnum hálsbraut hann.

Fólkið var á ferð um Karíbahaf á skemmtiferðaskipi sem kom við á eyjunni. Þjófurinn, hinn tvítugi Wagner Segura, réðst að fólkinu í hafnarbænum Limon í fyrradag. Tveir aðrir þjófar sem með honum voru hlupu á brott eftir að hann hálsbrotnaði. Segura lést samstundis. Talið er að landgönguliðinn fyrrverandi hafi hálsbrotið manninn.

Ferðamennirnir verða ekki kærðir þar sem lögreglan telur að um sjálfsvörn hafi verið að ræða. Ferðamennirnir héldu á brott með skemmtiferðaskipinu eftir yfirheyrslur. Reuters segir frá þessu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert