Færeyingar haga sér manna best

Frá Tinganes í Þórshöfn í Færeyjum.
Frá Tinganes í Þórshöfn í Færeyjum. mbl.is/Dagur

Hvergi í heim­in­um eru færri fang­elsaðir fyr­ir brot á lands­ins lög­um en í Fær­eyj­um. Að meðaltali eru sjö Fær­ey­ing­ar á bak við lás og slá og er það lægsta hlut­fall fanga miðað við höfðatölu sem um get­ur. Þetta er niðurstaða könn­un­ar sem gerð var hjá King's Col­l­e­ge í London og sam­kvæmt henni eru að meðaltali 120 fang­ar í afplán­un á Íslandi hverju sinni.

Í fær­eyska dag­blaðinu Sosial­ur­inn kem­ur fram að fyr­ir hverja 100 þúsund íbúa eru 737 á bak við lás og slá í Banda­ríkj­un­um sem eiga metið í af­brota­mönn­um í afplán­un en ein­ung­is 15 í Fær­eyj­um sem eru neðst á list­an­um sem nær yfir 214 lönd.

Rúss­land er í öðru sæti með 615 og Ísland í 197. sæti með 40 fanga fyr­ir hverja 100 þúsund íbúa.

Í þórshöfn er lítil hætta á að vera rændur.
Í þórs­höfn er lít­il hætta á að vera rænd­ur. mbl.is/​Dag­ur
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert