Táningspiltur sem þóttist beina byssu að leiðtoga breska Íhaldsflokksins, David Cameron, hefur verið handtekinn og ákærður fyrir að hafa kannabis í fórum sínum. Drengurinn, Ryan Florence, náðist á mynd þar sem Cameron snýr baki í hann. Drengurinn beinir vísifingri og þumli þannig að líkist byssu í átt að Cameron. Myndin var birt í breskum fjölmiðlum í kjölfarið. Sky segir frá þessu.