Táningur sem þóttist beina byssu að David Cameron handtekinn

Ryan Florence endurtekur leikinn fyrir ljósmyndara AP.
Ryan Florence endurtekur leikinn fyrir ljósmyndara AP. AP

Táningspiltur sem þóttist beina byssu að leiðtoga breska Íhaldsflokksins, David Cameron, hefur verið handtekinn og ákærður fyrir að hafa kannabis í fórum sínum. Drengurinn, Ryan Florence, náðist á mynd þar sem Cameron snýr baki í hann. Drengurinn beinir vísifingri og þumli þannig að líkist byssu í átt að Cameron. Myndin var birt í breskum fjölmiðlum í kjölfarið. Sky segir frá þessu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert