Færeyingar segja fyrsta aðalræðismanninn ekki útlending heldur Íslending

Fútastova mun hýsa íslenska sendiráðið í Færeyjum.
Fútastova mun hýsa íslenska sendiráðið í Færeyjum. mbl.is/Dagur

1. apríl næstkomandi verðu opnuð íslensk aðalræðisskrifstofa í Þórshöfn og verður Eiður Guðnason fyrsti aðalræðismaður Íslands í Þórshöfn frá og með þeim degi. Verið er að klára að gera upp fyrrum aðsetur fógeta í Fútastovu við höfnina í Þórshöfn þar sem ræðisskrifstofan verður til húsa.

Færeysku dagblöðin hafa skýrt frá komu Eiðs. Dimmalætting skýrir frá ferli Eiðs og í skopteikningu í helgarblaði Sosialurins er mynd af Eiði í líki Búdda sem er borinn af landsstjórnarmönnum og undir myndinni stendur að fyrsti „erlendi sendiherrann í Færeyjum sé ekki útlendingur, hann sé Íslendingur“.

Fútastova er í raun tvö lítil timburhús sem hafa verið sameinuð, verið er að endurbyggja grjóthleðslu við húsið sem mun vera gamli hafnarbakkinn og innan tíðar verður lagt nýtt torf á þakið.

Húsið er í einkaeign og verður leigt íslenska ríkinu.

Verið er að endurhlaða gamla hafnarbakkann.
Verið er að endurhlaða gamla hafnarbakkann. mbl.is/Dagur
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert