Fjöldamorðin í Srebrenica dæmd þjóðarmorð

Myndir af íbúum Srebrenica sem enn er saknað.
Myndir af íbúum Srebrenica sem enn er saknað. AP

Alþjóðadóm­stóll Sam­einuðu þjóðanna í Haag úr­sk­urðaði í dag að fjölda­morð á nærri 8.000 bosn­ísk­um múslim­um í Srebr­enica hafi verið þjóðarmorð. Dóm­stóll­inn staðfest­ir með þessu úr­sk­urð sem dóm­stóll um stríðsglæpi í fyrr­um Júgó­slav­íu hafði kveðið upp.

Þetta er í fyrsta skipti sem Alþjóðadóm­stóll­inn (ICJ) sem er æðsti dóm­stóll Sam­einuðu þjóðanna dæm­ir stríðsglæpi sem þjóðarmorð síðan lög um þjóðarmorð voru sett árið 1947.

Dóm­stóll­inn dæmdi hins veg­ar að önn­ur fjölda­morð í Bosn­íu á ár­in­um 1992 til 1995 hafi ekki verið þjóðarmorð. Engu að síður þykir úr­sk­urður­inn mik­il­væg­ur fyr­ir Bosn­íu­menn, sem hafa sakað Serba um að hafa skipu­lagt „þjóðern­is­hreins­an­ir " á bosn­ísk­um múslim­um og Króötu í stríðinu á ár­un­um 1992-1995.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert