Alþjóðadómstóll Sameinuðu þjóðanna í Haag úrskurðaði í dag að fjöldamorð á nærri 8.000 bosnískum múslimum í Srebrenica hafi verið þjóðarmorð. Dómstóllinn staðfestir með þessu úrskurð sem dómstóll um stríðsglæpi í fyrrum Júgóslavíu hafði kveðið upp.
Þetta er í fyrsta skipti sem Alþjóðadómstóllinn (ICJ) sem er æðsti dómstóll Sameinuðu þjóðanna dæmir stríðsglæpi sem þjóðarmorð síðan lög um þjóðarmorð voru sett árið 1947.
Dómstóllinn dæmdi hins vegar að önnur fjöldamorð í Bosníu á árinum 1992 til 1995 hafi ekki verið þjóðarmorð. Engu að síður þykir úrskurðurinn mikilvægur fyrir Bosníumenn, sem hafa sakað Serba um að hafa skipulagt „þjóðernishreinsanir " á bosnískum múslimum og Króötu í stríðinu á árunum 1992-1995.