Nemandi í bandarískum háskóla handtekinn fyrir að hóta hryðjuverkum

Maður var hand­tek­inn í dag í há­skól­an­um í Mis­souri-Rolla í Banda­ríkj­un­um eft­ir að hafa hótað hryðju­verka­árás. Maður­inn er nem­andi við há­skól­ann og var með hvítt duft á sér og lög­regla seg­ir hann hafa haft á sér efni sem væru „mögu­lega til sprengju­gerðar“. 23 menn sem voru í sömu bygg­ingu og maður­inn hafa hreinsaðir af tækni­mönn­um lög­reglu í varúðarskyni, ef efnið skyldi hafa verið skaðlegt.

Há­skól­an­um var lokað á meðan á þessu öllu stóð og tím­um 5.850 nem­enda af­lýst. Sprengju­sér­fræðing­ar voru send­ir inn í bygg­ing­una en ekki hafa frek­ari frétt­ir borist af þessu. Sky seg­ir frá þessu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert