Nemandi í bandarískum háskóla handtekinn fyrir að hóta hryðjuverkum

Maður var handtekinn í dag í háskólanum í Missouri-Rolla í Bandaríkjunum eftir að hafa hótað hryðjuverkaárás. Maðurinn er nemandi við háskólann og var með hvítt duft á sér og lögregla segir hann hafa haft á sér efni sem væru „mögulega til sprengjugerðar“. 23 menn sem voru í sömu byggingu og maðurinn hafa hreinsaðir af tæknimönnum lögreglu í varúðarskyni, ef efnið skyldi hafa verið skaðlegt.

Háskólanum var lokað á meðan á þessu öllu stóð og tímum 5.850 nemenda aflýst. Sprengjusérfræðingar voru sendir inn í bygginguna en ekki hafa frekari fréttir borist af þessu. Sky segir frá þessu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert