Barack Obama saxar á forskot Hillary Clintons

Obama meðal stuðningsmanna.
Obama meðal stuðningsmanna. Reuters

Barack Obama hefur saxað nokkuð á forskot Hillary Clintons í baráttunni um útnefningu sem forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins í Bandaríkjunum, og Rudy Giuliani hefur aukið forskot sitt hjá Repúblíkanaflokknum, samkvæmt skoðanakönnun sem birt var í dag.

Clinton nýtur nú stuðnings 36%, en í fyrri könnun mældist stuðningur við hana 41%. Obama hefur aftur á móti bætt verulega við sig og kváðust 24% nú styðja hann, en í fyrri könnun um miðjan janúar naut hann 17% stuðnings.

Giuliani, fyrrverandi borgarstjóri í New York, nýtur 44% stuðnings meðal repúblíkana, en í janúar mældist stuðningur við hann 34%. Helsti keppinautur hans er John McCain, en dregið hefur úr stuðningi við hann úr 27% í síðasta mánuði í 21% í nýju könnuninni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert