Barack Obama saxar á forskot Hillary Clintons

Obama meðal stuðningsmanna.
Obama meðal stuðningsmanna. Reuters

Barack Obama hef­ur saxað nokkuð á for­skot Hillary Cl­int­ons í bar­átt­unni um út­nefn­ingu sem for­setafram­bjóðandi Demó­krata­flokks­ins í Banda­ríkj­un­um, og Rudy Giuli­ani hef­ur aukið for­skot sitt hjá Re­públíkana­flokkn­um, sam­kvæmt skoðana­könn­un sem birt var í dag.

Cl­int­on nýt­ur nú stuðnings 36%, en í fyrri könn­un mæld­ist stuðning­ur við hana 41%. Obama hef­ur aft­ur á móti bætt veru­lega við sig og kváðust 24% nú styðja hann, en í fyrri könn­un um miðjan janú­ar naut hann 17% stuðnings.

Giuli­ani, fyrr­ver­andi borg­ar­stjóri í New York, nýt­ur 44% stuðnings meðal re­públík­ana, en í janú­ar mæld­ist stuðning­ur við hann 34%. Helsti keppi­naut­ur hans er John McCain, en dregið hef­ur úr stuðningi við hann úr 27% í síðasta mánuði í 21% í nýju könn­un­inni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert