Karl Bretaprins mælir með að McDonalds-staðir verði bannaðir

Karl Bretaprins vill banna Big Mac
Karl Bretaprins vill banna Big Mac Árni Torfason

Karl Bretaprins hef­ur vakið sterk viðbrögð við orðum sín­um sem hann lét falla í heim­sókn í Sam­einuðu ar­ab­ísku fursta­dæmun­um þar sem hann sagði nær­ing­ar­fræðingi og öðrum viðstödd­um að bann við McDon­alds skyndi­bita­stöðum væri lyk­ill­inn að því að sigra í bar­átt­unni við óhollt mataræði.

Karl heim­sótti syk­ur­sýkimiðstöð í borg­inni Abu Dhabi í gær, þar sem hon­um var kynnt starf­semi miðstöðvar­inn­ar spurði hann nær­ing­ar­fræðing­inn Nadine Tay­ara hvort eitt­hvað gengi í bar­átt­unni við McDon­alds, og hvort reynt hefði verið að banna veit­ingastaðina, það væri nefni­lega lyk­ill­inn.

Tals­menn veit­ingastaðakeðjunn­ar hafa brugðist ókvæða við og segja prins­inn aug­ljós­lega ekki vera nógu vel að sér þar sem McDon­alds hafi gert ým­is­legt til að bjóða upp á holl­ari mat, inni­halds­lýs­ing­ar á pakkn­ing­um og styðji sjálf­bær­an land­búnað.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert