Karl Bretaprins mælir með að McDonalds-staðir verði bannaðir

Karl Bretaprins vill banna Big Mac
Karl Bretaprins vill banna Big Mac Árni Torfason

Karl Bretaprins hefur vakið sterk viðbrögð við orðum sínum sem hann lét falla í heimsókn í Sameinuðu arabísku furstadæmunum þar sem hann sagði næringarfræðingi og öðrum viðstöddum að bann við McDonalds skyndibitastöðum væri lykillinn að því að sigra í baráttunni við óhollt mataræði.

Karl heimsótti sykursýkimiðstöð í borginni Abu Dhabi í gær, þar sem honum var kynnt starfsemi miðstöðvarinnar spurði hann næringarfræðinginn Nadine Tayara hvort eitthvað gengi í baráttunni við McDonalds, og hvort reynt hefði verið að banna veitingastaðina, það væri nefnilega lykillinn.

Talsmenn veitingastaðakeðjunnar hafa brugðist ókvæða við og segja prinsinn augljóslega ekki vera nógu vel að sér þar sem McDonalds hafi gert ýmislegt til að bjóða upp á hollari mat, innihaldslýsingar á pakkningum og styðji sjálfbæran landbúnað.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka