Fídel Kastró forseti Kúbu kom fram í beinni útsendingu í útvarpi í dag, í fyrsta sinn frá því að hann veiktist sl. sumar. Forsetinn áttræði kom fram daglegum útvarpsþætti samherja síns, Hugo Chavez, og sagðist m.a. vera að koma til, og kveðst finna til meiri styrks. Kastró sást síðast í myndbandsuptöku, sem birt var snemma í þessum mánuði.
Í þættinum spjallar Kastró við Chavez og segist vera hamingjusamur og hafa það gott, þá segir hann að nægur tími hafi gefist til lesturs og að hann sé eiginlega orðinn nemi á ný.
Kastró sagði þó ekkert um það í viðtalinu hvort eða hvenær hann hyggðist snúa aftur til starfa. Kúbönsk stjórnvöld hafa ekki gefið upp opinberlega hvað amar að forsetanum annað en það að þau neita getgátum um að hann sé haldinn ólæknandi krabbameini.