Nýskipaður ráðherra lýgur til um menntun og fyrri störf

Esterina Tartman, nýskipaður ferðamálaráðherra öfgaþjóðernisflokksins Yisrael Beitenu í Ísrael, hefur verið harðlega gagnrýnd í fjölmiðlum þar í landi fyrir að ljúga til um menntun sína og starfsferil í ferilsskrá. Óljóst er nú um framhaldið, hvort Tartman fái að sitja sem ráðherra, en ísraelskir fjölmiðlar komust á snoðir um að hún væri hvorki með BA eða MA-gráðu frá háskóla, eins og fram kemur á ferilsskrá hennar.

Tartman er 48 ára gömul. Hún segir í ferilsskrá að hún hafi verið varaformaður eins stærsta banka Ísraels en var þess í stað aðstoðarforstöðumaður einnar deildar bankans. Tartman var hins vegar majór í ísraelska hernum. Tartman hefur verið gagnrýnd harðlega fyrir öfgakenndar skoðanir, líkt og leiðtogi flokksins Yisrael Beitenu, Avigdor Lieberman. Hún sagði í síðasta mánuði að það að skipa múslímskan Araba ráðherra væri sem „öxi yfir höfði hins síoníska kynstofns“.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka