Sunnlendingar lífsseigari en norðanmenn

Ungar konur að leik í gosbrunni í Stokkhólmi. Velmegun Svía …
Ungar konur að leik í gosbrunni í Stokkhólmi. Velmegun Svía í suðri gæti átt þátt í því að fólk verður þar eldra en í norðri. Reuters

Íbúar í Norður-Svíþjóð lifa skemur en Suður-Svíar og eru menn ekki á einu máli um hvað veldur því. Sænska hagstofan, SCB, kallar þetta „Norðurlandsáhrifin“. Svíar ná hærri aldri nú en áður, ef marka má tölur seinustu fimm ára, en karlar í norðri lifa þó að meðaltali 8 mánuðum skemur en karlar í suðri og norðlenskar konur 4 mánuðum skemur.

SCB segir samfélagslega og efnahagslega þætti helst geta skýrt þetta, ríkidæmið sé meira í suðri og fólk lifi þar af leiðandi við betri kjör. Dánartíðnin sé líka hærri í norðri. Þá er ein kenning sú að ungt og frískt fólk flytji frekar suður en öfugt og skilji gamla fólkið eftir. Dagens Nyheter segir frá þessu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert