John McCain sækist eftir tilnefningu

John McCain
John McCain Reuters

Bandaríski þingmaðurinn John McCain tilkynnti í sjónvarpsviðtali í þætti David Letterman í gækvöldi að hann ætlaði formlega að sækjast eftir tilnefningu republikana til forsetaembættisins. McCain hafði áður skipað nefnd til að kanna möguleika á framboði en tilkynnti um framboð sitt í þættinum.

McCain barðist í Víetnam á sjöunda áratug síðustu aldar og var stríðsfangi í fimm ár eftir að flugvél hans var skotin niður. McCain hefur stutt fjölgun í herafla Bandaríkjamanna og þykir sem fyrrum hermaður höfða til margra Bandaríkjamanna.

Aldur þingmannsins þykir þó standa honum fyrir þrifum, en hann verður 72 ára þegar hann tekur við embætti forseta ef hann verður kjörinn, eldri maður hefur aldrei verið kjörinn forseti.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert