Forsetaframbjóðandi hægrimanna í Frakklandi, Nicolas Sarkozym fengi 5,3% atkvæða í annarri umferð forsetakosninganna í Frakklandi, samkvæmt nýrri könnun Ipsos í dag. Segolene Royal, frambjóðandi sósíaldemókrata, fengi 46,5%.
Fyrr í vikunni voru þau með mjög svipað fylgi samkvæmt annarri skoðanakönnun sem birt var á mánudag. Sú könnun var gerð af LH2.
Er það í fyrsta skipti í langan tíma sem Royal virðist njóta svipaðs fylgis og Sarkozy en 29 kannanir sem birtar hafa verið frá því að hann var tilnefndur sem frambjóðandi UMP þann 14. janúar hafa bent til þess að Sarkozy verði næsti forseti Frakklands.
Fyrri umferð forsetakosninganna í Frakklandi fer fram þann 22. apríl en seinni umferðin verður 6. maí ef enginn einn frambjóðandi fær meirihluta atkvæða.