Lögreglunni í Kaupmannahöfn er hrósað í leiðurum danskra dagblaða í dag fyrir frammistöðu sína vegna rýmingar Ungdómshússins svokallaða í gær og segir m.a. í dagblaðinu Berlingske Tidende að aðgerðirnar hafi verið skipulagðar með það fyrir sjónum að sem minnst meiðsl yrðu á fólki og störf lögreglu hafi verið óvenjulega vel unnin þrátt fyrir afar erfiðar aðstæður.
Þá skrifar Politiken að ofbeldi mótmælendanna í gær hafi gert lítið úr málstað þeirra og sé bæði tilgangslaust og óásættanlegt. Segir að samúðin með öðruvísi lífsstíl og lifandi umhverfi með tónlist, gleðskap og samveru hverfi fyrir andúð á því að kasta lífshættulegum aðgerðum á borð við að kasta brúarsteinum, skemmdarverkum og áreiti við saklausa vegfarendur og nágranna Ungdómshússins.
Jyllands-Posten vill að foreldrar taki ábyrgð á gjörðum barna sinn og segir að foreldrar hvetji bersýnilega börn sín til að fremja skemmdarverk mog auðgunarbrot og ráðast á löggæslu með brúarsteinum.
B.T. segir svo að þrátt fyrir að ringulreið hafi virst ríkja í bænum mestallan dagin þá hafi lögregluaðgerðirnar gengið eftkr bókinni, en að það svari ekki þeirri spurningu hvar eigi að finna danskri neðanjarðarmenningu heimili.