Sextán látnir vegna hvirfilbylja í Bandaríkjunum

Þyrla sækir sjúkling við framhaldsskólann í bænum Enterprise
Þyrla sækir sjúkling við framhaldsskólann í bænum Enterprise AP

Röð mannskæðra hvirfilbylja hefur nú orðið a.m.k. 16 að bana, fimm skólabörn eru meðal þeirra látnu, en þau létust þegar þak skólabyggingar hrundi. Stormur hefur farið yfir suðausturhluta Bandaríkjanna og hafa hvirfilbyljirnir valdið mikilli eyðileggingu. Byggingar hafa eyðilagst, bílar hafa fokið og er víða rafmagnslaust.

Enn er óljóst hve mikilli eyðileggingu hvirfilbyljirnir hafa valdið, en enn er nótt á austurströndinni. Nítján hvirfilbylir eru sagðir hafa orðið í Alabama, Georgíu og Missouri. Bærinn Enterprise, þar sem áðurnefnd skólabygging hrundi, er sagður hafa orðið verst úti. Tveir eru látnir þar auk skólabarnanna og eyðileggingin sögð nær alger. Þá hafa borist fregnir af a.m.k. sex dauðsföllum til viðbótar í suðurhluta Georgíu auk þess sem sjö ára stúlka lét lífið í Missouri.

Ríkisstjórn Bandaríkjanna hefur heitið aðstoð á svæðunum og hefur Bob Riley, ríkisstjóri Alabama kallað út 100 þjóðvarðliða til að aðstoða við björgunaraðgerðir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka