Blaðamaður Nyhedsavisen tók þátt í mótmælum

Eldur logar í bíl á Norðurbrú í vikunni.
Eldur logar í bíl á Norðurbrú í vikunni. Reuters

Blaðamanni hjá Nyhedsavisen í Danmörku hefur verið vikið frá störfum en í ljós kom að hann tók virkan þátt í mótmælaaðgerðum á Norðurbrú í Kaupmannahöfn á fimmtudagskvöld og skrifaði síðan grein um aðgerðirnar á fréttavef blaðsins í gærmorgun.

David Trads, aðalritstjóri Nyhedsavisen, segir að af grein blaðamannsins megi ráða að hann hafi m.a. kastað múrsteinum í lögreglu. Slíkt sé óafsakanleg hegðun sem blaðið líði ekki.

Fram kemur að blaðamanninum hafi verið vikið frá störfum á meðan lögreglan í Kaupmannahöfn rannsakar mál hans og síðar verði tekin ákvörðun um hvort honum verði sagt upp.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert