Hópur öfgamanna í Írak birtir myndband er sýnir aftöku

Úr myndbandinu.
Úr myndbandinu. AP

Hópur íraskra öfgamanna sem sagðir eru starfa í tengslum við al-Qaeda og segist hafa myrt 18 lögreglumenn til að hefna fyrir meinta nauðgun á súnítakonu hefur birt myndband á Netinu sem sýnir hóp manna tekinn af lífi. Á myndbandinu er íröskum stjórnvöldum kennt um aftökuna þar eð þau hafi virt að vettugi kröfur hóps er kallar sig „Íslamska ríkið Írak“.

Síðan má sjá á myndbandinu er grímuklæddir menn kyrjandi lofsöngva um Allah standa á bak við röð manna er krjúpa á jörðinni með hendur bundnar fyrir aftan bak. Grímuklæddu mennirnir byrja síðan skjóta mennina einn af öðrum í hnakkann.

„Þessi aðgerð er aðeins dropi í hafið, það sem á eftir kemur verður mun verra, með leyfi hins almáttuga Allah,“ segir í texta sem birtist á myndbandinu.

Írska innanríkisráðuneytið sagði í gær að 14 lögreglumenn sem saknað var eftir að setið var fyrir bílalest þeirra á fimmtudaginn hefðu fundist látnir í Baquba, norður af Bagdad. Skömmu síðar sagði hópur uppreisnarmanna, sem starfar undir forustu al-Qaeda og kallast Íslamska ríkið Írak í tilkynningu á Netinu að gíslarnir yrðu teknir af lífi til að hefna meintrar nauðgunar sjítalögreglumanna á súnítakonu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert