Að minnsta kosti 32 konur voru handteknar í dag í Íran þegar þær mótmæltu fyrir utan dómshúsið í Teheran. Konurnar voru að sýna samstöðu með fimm konum sem réttað er yfir fyrir að hafa skipulagt mótmæli gegn kynjamisrétti í landinu síðastliðið sumar.
Konurnar fimm eru ákærðar fyrir að hafa ógnað þjóðaröryggi og áróður gegn ríkinu auk þess að hafa tekið þátt í ólöglegri samkomu.
Bandarísku mannréttindasamtökin Human Rights Watch, hafa hvatt yfirvöld í Íran til þess að draga ákærurnar til baka, að því er segir í frétt á vef BBC.