Ungdomshuset á Norðurbrú verður jafnað við jörðu

Ungdomshuset umdeilda við Jagtvej á Norðurbrú í Kaupmannahöfn verður jafnað við jörðu, að því er danska blaðið Politiken kveðst hafa eftir heimildamönnum. Ákvörðun um þetta hafi þegar verið tekin, og ætli eigendur hússins að tilkynna hana á fréttamannfundi á morgun.

Undirbúningur að því að rífa húsið er þegar hafinn og hefur allt asbest verið fjarlægt úr því, sem nauðsynlegt er áður en niðurrifið sjálft hefst. Samkvæmt upplýsingum Politiken mun það taka tvo daga að rífa húsið og fjarlægja allt efnið úr því.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka