Auknar líkur á að Íranar taki þátt í Íraksráðstefnu

Manouchehr Mottaki, utanríkisráðherra Írans.
Manouchehr Mottaki, utanríkisráðherra Írans. AP

Manouchehr Mottaki, utanríkisráðherra Írans gaf í dag í skyn að Íranar myndu taka þátt í alþjóðlegri ráðstefnu um málefni Írafs, sem hefst í Bagdad nk. laugardag. Það verður þá í fyrsta sinn í rúmlega tvö ár sem Íranar og Bandaríkjamenn taka sameiginlega þátt í viðræðum.

Ætlunin er að nágrannaríki Íraks auk Bandaríkjamanna mæti til ráðstefnunnar og ræði málefni Íraks og leiðir til að binda enda á ofbeldisölduna þar. Hoshyar Zebari lýsti því yfir í dag að Íraksstjórn væri andvíg því að öryggisráð S.Þ. tæki þátt í slíkum aðgerðum, en fastafulltrúunum fimm, Bandaríkjamönnum, Frökkum, Rússum, Bretum og Kínverjum er þó boðið til hennar.

Íranska fréttastofan IRNA hafði eftir Mottaki að ríkisstjórn Írans væri að ljúka við að taka ákvörðun um þátttöku í ráðstefnu, en að sumar þjóðir hefðu stungið upp á einhvers konar fundi lægra settra embættismanna og að því hefði verið tekið vel.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka