Cheney með blóðtappa í fæti

Cheney á flugvellinum í Sidney í Ástralíu fyrir skömmu
Cheney á flugvellinum í Sidney í Ástralíu fyrir skömmu Reuters

Dick Cheney, varaforseti Bandaríkjanna er með blóðtappa í fæti og mun gangast undir meðferð með blóðþynningarlyfjum. Cheney heimsótti lækni vegna óþæginda í fæti og fannst tappinn við ómskoðun. Ekki mun vera bráð hætta á ferðum og mun varaforsetinn sinna störfum sínum sem áður.

Cheney er 66 ára gamall, hann hefur fjórum sinnum fengið hjartaáfall, fyrst árið 1978 en síðast árið 2000, fáeinum vikum eftir að hann var kjörinn varaforseti.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert