FAO hvetur til hertara eftirlits með veiði í úthöfum

Þorskur úr Atlantshafi.
Þorskur úr Atlantshafi. mbl.is/Alfons Finnsson

Matvæla- og Landbúnaðarstofnun Sameinuðu Þjóðanna (FAO) greindi frá því í dag að betra eftirlit yrði að hafa með fjölda fiskistofna á úthöfum og stjórna veiði þeirra betur. 17% þeirra fisktegunda sem fylgst sé með séu ofveiddar, 7% nær uppurnar og um 1% að ná sér eftir algjöra ofveiði.

Skýrsla FAO um ástand fiskistofna og lífríkis úthafanna kemur út á tveggja ára fresti. Fiskistofnar hafa þó verið nokkuð stöðugir undanfarin 15 ár en 66% tegunda sem veiddar eru í úthöfum eru ofveiddar eða gengnar eða uppurnar. Er þar m.a. nefnd skata, Atlantshafsþorskur og -lúða.

FAO hvetur veiðiþjóðir til þess að stjórna veiðum sínum betur til að byggja upp fiskistofnana á ný og koma í veg fyrir frekara hrun. Kínverjar fluttu út 47,5 milljónir tonna af fiski og fiskafurðum árið 2004. Perúskar ansjósur eru mest veiddar af öllu fisktegundum, um 10,7 milljónir tonna árið 2004.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert