Segja styrki til palestínskra stúdenta ekki samsvara stuðningi við hryðjuverk

Sean McCormack talsmaður utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna segir ekkert hæft í að Bandaríkin hafi með framlögum til tveggja háskóla í Palestínu styrkt hryðjuverkastarfsemi. Bandaríska blaðið Washington Times fjallaði í dag um styrki til palestínskra háskólanema í háskólunum, en annar þeirra er sagður undir stjórn Hamas hreyfingarinnar.

Í blaðinu segir að Íslamski háskólinn á Gaza og al-Quds háskólinn hafi tekið þátt í stuðningi og upphafningu hryðjuverkastarfsemi og að nokkrir þingmenn og aðstoðarmenn þeirra séu nú að grannskoða styrkveitingarnar og telji að þær brjóti í bága við bandarísk lög.

McCormack svaraði ásökunum blaðsins, sem þykir mjög íhaldssamt, og sagði að bandarískir embættismenn hefði komist að þeirri niðurstöðu eftir nákvæma skoðun að hvorug stofnunin hefði nokkur tengsl við hryðjuverkastarfsemi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert