Svíar bjóða upp á rekjanlegan Eystrasaltsþorsk

Svíar bjóða upp á rekjanlegan þorsk.
Svíar bjóða upp á rekjanlegan þorsk. mbl.is/Alfons Finnsson

Nokkrar sænskar togaraútgerðir sem stunda þorskveiðar í Eystrasalti reyna nú að vinna aftur traust neytenda með því að bjóða upp á rekjanlegan fisk og loforð um að farið sé eftir löggjöf um kvóta og veiðitakmarkanir.

Útgerðirnar taka sjálfar þetta skref til að hamla á móti neikvæðri umfjöllun í fjölmiðlum en margar skýrslur um ólöglegar veiðar í Eystrasalti og fregnir af ofveiddum þorskstofni hafa leitt til þess að stórir kaupendur á borð við ICA verslunarkeðjuna kaupa ekki Eystrasaltsþorsk.

Fréttavefur Dagens Nyheter skýrði frá því að megnið af þeim þorski sem veiddur er í Eystrasalti er fluttur út til Danmerkur og meginlands Evrópu en neytendur í Svíþjóð kaupa síðan innfluttan þorsk úr Barentshafi.

Nú hafa sænskir útgerðarmenn ákveðið að merkja hvern einasta kassa nákvæmlega með þeim degi sem þorskurinn var veiddur og á hvaða svæði og hluti af hvaða kvóta hann er.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert