Bauð lögreglumanni greiðslu fyrir að hálshöggva lögreglustjóra New York

New York séð frá Empire State.
New York séð frá Empire State. Morgunblaðið/Sverrir Vilhelmsson

Lögreglumanni í New York voru greiddir 65.000 dollarar fyrir að hálshöggva lögreglustjóra borgarinnar, Raymond Kelly og sprengja í loft upp höfuðstöðvar lögreglunnar, One Police Plaza. Greiðsluna fékk hann frá David Brown sem vildi hefna fyrir dauða vinar síns, Sean Bell, sem lögregla skaut til bana á strípistað nokkrum klukkustundum áður en hann átti að kvænast.

Lögreglumaðurinn var að starfa á laun og hélt Brown að hann væri að ráða leigumorðingja til verksins. „Ég vil að höfuðið verði höggvið af honum,“ heyrist Brown segja við lögreglumanninn en samtalið var tekið upp. Brown er sakaður um að hafa rætt við mann um að hafa uppi á leigumorðingja. Brown situr nú í fangelsi á Rikers-eyju fyrir annað brot.

Lögreglumaðurinn sem fór huldu höfði hafði samband í kjölfarið við Brown og hann hét honum 15.000 dollurum fyrir morðið og 50.000 til viðbótar fyrir sprengjutilræðið. Brown segir vin sinn hafa verið skotinn 50 sinnum. Lögreglan hélt að Bell og vinir hans tveir væru eiturlyfjasalar en svo var þó ekki. Vinir Bell særðust en enginn þeirra var vopnaður. Sky segir frá þessu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert