Hillary Rodham Clinton sem sækist eftir að verða forsetaframbjóðandi Demókrata í Bandaríkjunum biðlaði í dag til bandarískra kvenna og hvatti þær til að aðstoða sig við að komast upp úr hæsta glerþaki Bandaríkjanna með því að kjósa hana til forsetaembættisins.
Ósýnilegar hömlur sem koma í veg fyrir framgöngu kvenna og minnihlutahópa innan fyrirtækja eða félaga eru oft nefnd glerþök.
„Núna eru flestir kjósendur kvenkyns, flestir stúdentar í háskólum eru konur og í þinginu erum við farnar að láta finna fyrir nærveru okkar. En það eru enn allt of fáar konur sem eru leiðtogar,” sagði Clinton á fjáröflunarfundi sem 1,300 manns sóttu til stuðnings kvenna innan Demókrataflokksins sem styðja rétt til fóstureyðinga