Svört skýrsla um mannréttindi

Frá mótmælum fyrir utan sendiráð Myanmar í Bangkok.
Frá mótmælum fyrir utan sendiráð Myanmar í Bangkok. Reuters

Þjóðarmorð heldur áfram í Darfurhéraði í Súdan og voru þar framin verstu mannréttindabrotin í heiminum á síðasta ári. Þetta kemur fram í árlegri skýrslu bandaríska utanríkisráðuneytisins um stöðu mannréttinda í heiminum.

Ráðuneytið segir í skýrslunni, að mannréttindabrotum hafi fjölgað í mörgum af bandalagsríkjum Bandaríkjanna, þar á meðal í Írak og Afganistan. Þá segir að stöðugt grafi undan virðingu rússneskra stjórnvalda og staða mannréttinda í Kína hafi versnað á sumum sviðum.

Mannréttindi eru fótumtroðin í Myanmar og síðast liðið ár hefur ástandið versnað samkvæmt nýrri skýrslu bandaríska utanríkisráðuneytisins sem birt var í dag. Þar eru Taíland og önnur lönd í Suðaustur-Asíu einnig gagnrýnd fyrir að misþyrma þegnum sínum.

Í Myanmar sem einnig er þekkt undir nafninu Burma hafa hjálparstofnanir ekki fengið aðgang að föngum eða leiðtogum stjórnarandstöðunnar og minnihlutahópar hafa orðið fyrir árásum og þeim bolað af eigin landsvæðum.

Í skýrslunni kemur einnig fram að fólk er fangelsað fyrir pólitískar skoðanir sínar og embættismenn komast upp með að myrða, nauðga og pynta fanga.

Skýrslan nefndi einnig að mannréttindi fólks í Víetnam, Filippseyjum og Austur Timor hefðu ekki verið virt sem skyldi á síðasta ári.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert