Talibanar segjast hafa breskan blaðamann í haldi

Götumynd frá Kabul, höfuðborg Afganistans
Götumynd frá Kabul, höfuðborg Afganistans AP

Talibanar í Afganistan lýstu því yfir í morgun að þeir hefðu rænt breskum blaðamanni og tveimur afgönskum leiðsögumönnum hans í Helmand-héraði í suðurhluta landsins. Haft er eftir nánum samstarfsmanni múlla Dadullah, leiðtoga Talibana, að mennirnir hefðu verið handsamaðir eftir að þeir fóru inn á Nad Ali- svæðið án heimildar en svæðið er talið ein helsta bækistöð talibana. Þetta kemur fram á fréttavef BBC.

Fjölþjóðaher Atlantshafsbandalagsins (NATO) og afganski herinn hafa nú hafið stórsókn gegn talibönum og eiturlyfjasmyglurum í Helmand-héraði og er hún stærsta sameinaða aðgerð hersins í héraðinu hingað til. Um 4.500 hermenn NATO og um 1.000 afganskir hermenn koma að aðgerðinni sem er að mestu sögð fara fram í norðurhluta héraðsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert