Yfir 70 látnir eftir jarðskjálfta á Súmötru

Náttúruhamfarir eru tíðar á Súmötru, en þúsundir manna dóu þar …
Náttúruhamfarir eru tíðar á Súmötru, en þúsundir manna dóu þar þegar risaflóðbylgjur riðu yfir á annan í jólum 2004. AP

Nú er ljóst að 70 létu lífið hið minnsta þegar harður jarðskjálfti reið yfir eyjuna Súmötru í Indónesíu í morgun. Þetta er haft eftir talsmanni Susilo Bambang Yudhoyono, forseta landsins. Jarðskjálftinn var 6,3 stig á Richter og í kjölfar hans kom annar skjálfti litlu minni.

Sjúkrahús hafa vart undan að sinna slösuðum. Skjálftinn fannst alla leið til Singapúr, sem er 430 km frá. Þar voru skrifstofubyggingar rýmdar og einnig í Malasíu. Jarðskjálftamiðstöð Bandaríkjanna segir upptök skjálftans hafa verið 33 km undir Solok, en bærinn er á vesturströnd eyjunnar. Fjöldi eftirskjálfta fylgdi í kjölfarið. Sky segir frá þessu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert