Aron Pálmi Ágústsson sem situr í stofufangelsi á heimili sínu í Texas mun aðstoða nefnd sem rannsakar hversu útbreitt kynferðislegt ofbeldi er á betrunarstofnunum og fangelsum fyrir ungt fólk í fylkinu. Yfirvöld í Texas og ríkisstjórinn eru sökuð um að hylma yfir kynferðislegu ofbeldi.
Það eru einungis fimm mánuðir uns Aron líkur afplánun á tíu ára dómi sínum. Hann sagði í viðtali í sjónvarpsfréttum Stöðvar tvö að hann hefði mátt sæta bæði kynferðislegu og almennu ofbeldi í fangelsi og að hann hygðist aðstoða nefndina sem rannsakar málið þrátt fyrir að hann óttaðist hefndaraðgerðir og að lenda í fullorðinsfangelsi.