Bush ber enn fullt traust til Cheneys

George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, ber áfram fullt traust til Dicks Cheneys, varaforseta, þrátt fyrir að Lewis Libby, sem áður var einn nánasti aðstoðarmaður Cheneys, hafi nú verið fundinn sekur um meinsæri og að hafa hindrað framgang réttvísinnar. „Forsetinn treystir á ráðgjöf varaforsetans," sagði Tony Snow, talsmaður Hvíta hússins, við fréttamenn í dag.

Snow sagði, að Bush og Cheney hefðu ræðst við eftir að kviðdómur í Washington sakfelldi Libby í gær. Hann vildi hins vegar ekki upplýsa hvað þeim hefði farið á milli.

Þá vísaði Snow því á bug, að mál Libbys og hneykslismál, sem komið hefur upp vegna heilbrigðisþjónustu við uppgjafa hermenn í Bandaríkjunum, hafi varpað skugga yfir forsetaembættið.

„Þið eruð að reyna að koma þeirri kenningu á framfæri, að svokallað skuggavarp geri það að verkum, að fólk geti ekki sinnt störfum sínum. Ég er því ósammála," sagði Snow við blaðamann.

Lewis Libby ásamt Harriet Grant konu sinni utan við dómhús …
Lewis Libby ásamt Harriet Grant konu sinni utan við dómhús í Washington í gærkvöldi. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert