Sex ára fangelsi fyrir farsímaofbeldi

Farsímar geta verið hættulegir.
Farsímar geta verið hættulegir. mbl.is

Marlon Brando Gill, 25 ára Bandaríkjamaður var í dag dæmdur í sex ára fangelsi fyrir að hafa troðið farsíma kærustunnar sinnar niður í kokið á henni. Lögmaður hans mun ætla að áfrýja dómnum. Gill hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan atvikið átti sér stað fyrir rúmu ári síðan og hefur málið verið tekið fyrir dóm tvisvar sinnum.

Hann sagði kviðdómi í báðum réttarhöldunum að fórnarlambið, Melinda Abell hefði vísvitandi troðið símanum upp í sig eftir að hann spurði hana við hvern hún hefði verið að tala. Saksóknari staðhæfði að Gill hefði reiðst mjög.

Læknar sögðu að Abell hefði nærri dáið eftir að síminn lokaði öndunarvegi hennar. Skurðlæknir náði að fjarlægja símann áður en hann skar hana upp.

Abell sagði í lögregluskýrslu að hún héldi að hann hefði haldið að hún hafi verið að tala við aðra karlmenn.

Kviðdómur í fyrri réttarhöldunum í júlí gat ekki komist að niðurstöðu í málinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert