Öryggissveitir í Bangladesh heyja nú stríð gegn spillingu innan stjórnsýslunnar. Í dag var Tareque Rahman, sonur fráfarandi forsætisráðherrans Khaled Zia handtekinn á heimili sínu, þetta kom fram í frétt á einkasjónvarpsstöðinni ATN Bangla. Rahman sem er sonur Zia og fyrrum forseta landsins Ziaur Rahman hefur lengi verið orðaður við spillingu í fjölmiðlum.
Öryggissveitir gerðu einnig húsleitir heima hjá formanni stjórnarandstöðunnar og fyrrum forsætisráðherra Sheikh Hasina Wajed og handtók þrjá stjórnmálaleiðtoga og Atiqullah Khan Masud, ritstjóra á dagblaðinu Janakantha.
Bráðabirgðastjórn Bangladesh hefur lofað að taka til í spilltum heimi stjórnmála landsins til að geta haldið trúverðugar kosningar. Stjórnin tók við völdum 12. janúar eftir að Ahmed forseti sagði af sér sem leiðtogi fyrri bráðabirgðastjórnar og hætti við kosningar sem áttu að vera 22. janúar. Neyðarástandi var lýst yfir í landinu.
Forstjóri Seðlabankans Fakhruddin Ahmed fer nú fyrir bráðabirgðaríkisstjórninni.