Yfirvöld í Líbýu banna konum undir fertugu að ferðast einar til útlanda

Muammar Gaddafi, er forseti Líbýu.
Muammar Gaddafi, er forseti Líbýu. Reuters

Yfirvöld í Líbýu hafa lagt bann við því að konur undir fertugu þar í landi ferðist til útlanda nema að með þeim í för sé karlkyns ættingi. Frá þessu greindi ríkisfréttablaðið Al-Jamahiriya í dag.

Blaðið segir að bannið taki gildi í dag. Það fordæmdir aðgerðirnar sem það kallar „svívirðilegt brot á réttindum kvenna til að ferðast frjálst og óhindrað“.

Engin viðbrögð hafa enn borist frá yfirvöldum í Líbýu vegna málsins.

Dagblaðið segir að vilji konur undir fertugu ferðast þá verði svokallaður „mahram“ að fyglja þeim, en orðið lýsir einhverjum karlkyns ættingja sem er faðir, bróðir eða frændi viðkomandi konu.

Þá má geta þess að á morgun, þann 8. mars, verður alþjóðadagur kvenna haldinn hátíðlegur víða um heim.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert