2.200 bandarískir herlögreglumenn verða sendir til Írak

David Petraeus hershöfðingi sést hér í miðið fylgjast með hershöfðingjanum …
David Petraeus hershöfðingi sést hér í miðið fylgjast með hershöfðingjanum John Abizaid (t.v.) taka við fána af George Casey, við vígsluathöfn Petraeus í embætti yfirhershöfðingja í Írak. Myndin er tekin 10. febrúar s.l. Reuters

Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, Robert Gates, hefur samþykkt að senda 2.200 herlögreglumenn til Bagdad í Írak til þátttöku í öryggisáætlun sem þar hefur verið hrint af stað. Gates segir þetta lið bætast við þá 24.000 hermenn sem fyrir eru og eiga herlögreglumennirnir að gæta þeirra sem handteknir hafa verið í hertum öryggisaðgerðum í borginni.

Yfirmaður bandaríska hersins í Írak, David Petraeus, óskaði eftir liðsaukanum. Petraeus tók við stjórn í síðasta mánuði og er beiðnin um aukaliðið því ný af nálinni. Gates segist ekki hissa á því að uppreisnarmenn súnníta hafi aukið árásir sínar í Írak undanfarna daga, þar sem að þeim þrengi. BBC segir frá þessu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert