Bandarískir þingmenn Demókrataflokksins leggja nú drög að lagafrumvarpi þar sem áætlað er að kalla heim bandaríska herliðið frá Írak í september 2008 og mun fyrr ef Bush getur ekki sannanlega sýnt fram á framför í hinu óvinsæla stríði. En Hvíta húsið svaraði þessum áætlunum fljótt og sagði að Bush myndi beita neitunarvaldi forseta til að koma í veg fyrir að frumvarpið yrði að lögum.
Þingmenn Repúblikana hafa sagt að frumvarpið væri lyftistöng fyrir hryðjuverkamenn og veldur stefnan í stríðsrekstrinum gríðarlega mikilli spennu í Washington.