Sviðsetti eigið mannrán

Fjór­tán ára dreng­ur í Kasakst­an reyndi að blekkja ríka for­eldra sína til að greiða lausn­ar­gjald fyr­ir sjálf­an sig með því að sviðssetja mann­rán á sjálf­um sér. Dreng­ur­inn skildi um síðustu helgi eft­ir kröfu um lausn­ar­gjald á heim­ili þeirra í borg­inni Pavlod­ar í norður­hluta lands­ins. Þar stóð: „Ef þið viljið sjá son ykk­ar á lífi þurfið þið að greiða 40 þúsund tenge ( 22,700 ís­lensk­ar krón­ur). Setjið pen­ing­ana í póst­kass­ann.”

Hinir áhyggju­fullu for­eldr­ar gerðu lög­reglu viðvart og fann hún dreng­inn nokkr­um dög­um síðar í tölvu­leikja­klúbbi.

Sam­kvæmt lög­regl­unni mun þetta ekki vera í fyrsta sinn sem hann reyn­ir að pretta for­eldra sína til að kom­ast yfir pen­inga. Í fe­brú­ar skildi hann eft­ir skila­boð til þeirra þar sem stóð að þau væru ólög­leg­ir íbú­ar í íbúðinni og því ættu þau að setja 30 þúsund tenge í póst­kass­ann dag­inn eft­ir.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

  • Engin mynd til af bloggara Ey­dís Rós Eygló­ar­dótt­ir: Góður
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert